Sófaborð unnið úr náttúrusteininum Travertine og olíuborinni eik. Hvort sem borðið stendur eitt eða tvö saman, setur borðið sterkan svip á rýmið. Neðri hillan býður upp á hagnýtt rými fyrir bækur, körfur eða látlausa hluti.
Borðið er samstarfsverkefni VIGT og Granítsmiðjunnar. Það var fyrst sýnt á HönnunarMars árið 2023.
Borðið fæst í þremur stærðum.
70x64cm - Hæð 35cm
130x54cm - 35cm
44x44cm - Hæð 50cm
Umhirða og þrif:
Dagleg þrif
Þurrkaðu borðið með mjúkum klút/tusku með volgu vatni. Forðastu slípiefni (eins og t.d. cif) þar sem þau geta skemmt yfirborð steinsins.
Forðastu súr hreinsiefni
Súr efni eins og edik, sítrónusafi eða hreinsiefni sem innihalda bleikiefni eða ammoníak geta ætað eða deyft steininn.
Að koma í veg fyrir skemmdir
Berðu vörn á borðplötuna. Margir náttúrusteinar eru gljúpir og geta tekið í sig vökva sem geta leitt til bletta. Þéttiefni (sealer) skapar verndandi hindrun að einhverju leyti. Athugið að þéttiefni lokar steininum ekki 100%. Gott er að bera vörn á allan náttúrustein á 6-12 mánaða fresti.
Notaðu glasamottur og pottaleppa
Verndaðu steininn fyrir hugsanelgum blettum og hitaskemmdum með því að nota glasamottur fyrir drykki og pottaleppa fyrir heita potta, pönnur eða eldföstmót.
Þurrkaðu vökva strax af
Hreinsaðu fljótt upp vökva sem sullast á borðplötuna. Sérstaklega þá sem innihalda olíu, vín, kaffi eða súran vökva, til að koma í veg fyrir það komi blettur.
Vertu varkár með þunga hluti
Ef þungir hlutir detta á borðplðtuna geta þeir valdið sprungum eða að það kvarnast upp úr borðplötunnim sérstaklega í kringum brúnirnar.
Care & Maintenance
The table is crafted from natural materials, oiled oak and travertine stone, chosen for their warmth, texture, and timeless character. With simple care, the table will age beautifully and retain its natural appeal.
Daily Cleaning
Wipe the table with a soft cloth dampened with lukewarm water. Dry with a clean, dry cloth. If needed, use a mild, neutral soap. Avoid abrasive cleaners or scouring agents, as they can damage the stone’s surface.
Protecting the Surface
Travertine is a porous, natural stone. To help prevent scratches or stains: – Use felt pads under rough or sharp objects. – Coasters are recommended, especially for glasses containing citrus drinks or alcohol. – Avoid placing hot or wet items directly on the surface.
Avoid Acids and Harsh Cleaners
Do not use acidic substances such as vinegar, lemon juice, or cleaners containing bleach or ammonia. These can dull or damage the stone.
Upplýsingar um seljanda
VIGT ehf Kt. 480113-0120, VSK nr. 118536. Hafnargata 11, 240 Grindavík, Ísland Tölvupóstfang: vigt@vigt.is Sími: 426-8074.
Pantanir
VIGT tekur við pöntunum þegar greiðsla hefur borist. Um leið og greiðsla berst er kaupanda send staðfesting í tölvupósti. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.
Greiðsla
Hægt er að greiða með kreditkorti eða íslensku debetkorti. Kortafærslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor, VIGT fær því aldrei kortaupplýsingar kaupenda. Einnig er hægt að greiða með Netgíró.
Sendingarmáti
Hægt er að fá pantanir sendar með pósti eða sækja þær í verslun okkar á opnunartíma eða samkvæmt samkomulagi. Pantanir sem eru póstsendar eru ýmist sendar með Íslandspósti eða Dropp. Það tekur alla jafna allt að 3 virka daga að afgreiða pöntunina. Sé varan send með Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Sama gildir um Dropp. Ef valið er að sækja þá er pöntunin sótt til okkar á Hafnargötu 11, 240 Grindavík. Aðeins er hægt að sækja á fyrirfram auglýstum opnunartímum eða samkvæmt samkomulagi. Athugið að varan er ekki send út um helgar eða á rauðum dögum nema að um annað sé samið.
Verð
24% virðisaukaskattur er innifalinn í öllu vöruverði fyrir pantanir innan íslands. Virðisaukaskattur, tollar og gjöld geta bæst við pantanir sem senda á utan íslands.
Vöruskil
Skilafrestur er 14 dagar frá kaupum. Vöru fæst aðeins skilað sé hún ónotuð og í upprunalegum umbúðum. Tilkynna skal vöruskil með tölvupósti á vigt@vigt.is. Boðið er upp á endurgreiðslu eða vöruskipti. Endurgreiðsla er gerð í sama formi og greitt var fyrir vöruna. Athugið að kaupandi ber ábyrgð á sendingunni þar til hún hefur borist VIGT. Heimsendingargjald fæst ekki endurgreitt.
Ef liðnir eru meira en 14 dagar frá kaupum þá endurgreiðum við aldrei skilavöru, þá er aðeins hægt að skipta eða fá inneignarnótu.
Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað kaupanda nema hann hafi fengið ranga eða gallaða vöru afhenta. Sé vara endursend verður hún að berast á heimilisfang VIGT ehf.
Hafi viðskiptavinur fengið ranga eða skemmda vöru afhenta ber honum að upplýsa VIGT ehf. um það við fyrsta tækifæri.
Fyrirvari
VIGT áskilur sér rétt til verðbreytinga án fyrirvara. Allar upplýsingar og verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur og myndbrengl. VIGT áskilur sér rétt til þess að hætta við pöntun komi í ljós að varan hafi verið vitlaust verðmerkt eða uppseld. Í þeim tilfellum fær viðskiptavinur endurgreitt.
Persónuupplýsingar
Sjá friðhelgisstefnu.
Lög og varnarþing
Um viðskipti við VIGT ehf., sem og önnur atriði í samningsskilmálum þessum, gilda íslensk lög. Rísi ágreiningur milli VIGT ehf. og viðskiptavinar skal mál vegna þess rekið fyrir íslenskum dómstólum.