Skilmálar


Upplýsingar um seljanda

VIGT ehf
Kt. 480113-0120, VSK nr. 118536.
Hafnargata 11, 240 Grindavík, Ísland
Tölvupóstfang: vigt@vigt.is
Sími: 426-8074.

Pantanir

VIGT tekur við pöntunum þegar greiðsla hefur borist. Um leið og greiðsla berst er kaupanda send staðfesting í tölvupósti. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Greiðsla

Hægt er að greiða með kreditkorti eða íslensku debetkorti. Kortafærslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor, VIGT fær því aldrei kortaupplýsingar kaupenda. Einnig er hægt að greiða með Netgíró. 

Sendingarmáti

Hægt er að fá pantanir sendar með pósti eða sækja þær í verslun okkar á opnunartíma eða samkvæmt samkomulagi. Pantanir sem eru póstsendar eru ýmist sendar með Íslandspósti eða keyrðar út af okkur. Það tekur alla jafna allt að 3 virka daga að afgreiða pöntunina. Sé varan send með Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Póstsendingargjald reiknast samkvæmt gjaldskrá póstsins. Ef valið er að sækja þá er pöntunin sótt til okkar á Hafnargötu 11, 240 Grindavík. Aðeins er hægt að sækja á fyrirfram auglýstum opnunartímum eða samkvæmt samkomulagi. Athugið að varan er ekki send út um helgar nema að um annað sé samið.

Verð

24% virðisaukaskattur er innifalinn í öllu vöruverði.

Vöruskil

Skilafrestur er 14 dagar frá kaupum. Vöru fæst aðeins skilað sé hún ónotuð og í upprunalegum umbúðum. Tilkynna skal vöruskil með tölvupósti á vigt@vigt.is. Boðið er upp á endurgreiðslu eða vöruskipti. Endurgreiðsla er gerð í sama formi og greitt var fyrir vöruna. Athugið að kaupandi ber ábyrgð á sendingunni þar til hún hefur borist VIGT. Heimsendingargjald fæst ekki endurgreitt.

Ef liðnir eru meira en 14 dagar frá kaupum þá endurgreiðum við aldrei skilavöru, þá er aðeins hægt að skipta eða fá inneignarnótu.

Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað kaupanda nema hann hafi fengið ranga eða gallaða vöru afhenta. Sé vara endursend verður hún að berast á heimilisfang VIGT ehf.

Hafi viðskiptavinur fengið ranga eða skemmda vöru afhenta ber honum að upplýsa VIGT ehf. um það við fyrsta tækifæri.

Fyrirvari

VIGT áskilur sér rétt til verðbreytinga án fyrirvara. Allar upplýsingar og verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur og myndbrengl. VIGT áskilur sér rétt til þess að hætta við pöntun komi í ljós að varan hafi verið vitlaust verðmerkt eða uppseld. Í þeim tilfellum fær viðskiptavinur endurgreitt.

Persónuupplýsingar

Sjá friðhelgisstefnu.

Lög og varnarþing 

Um viðskipti við VIGT ehf., sem og önnur atriði í samningsskilmálum þessum, gilda íslensk lög. Rísi ágreiningur milli VIGT ehf. og viðskiptavinar skal mál vegna þess rekið fyrir íslenskum dómstólum.