Um


VIGT er samstarf okkar, móður og þriggja dætra, sem með ólíka menntun og reynslu höfum sameinað krafta okkar við framleiðslu ýmissa muna til heimilisprýði.

Sameiginlegur áhugi okkar kemur til eftir að hafa lifað og hrærst í heimi innréttinga- og mannvirkjagerðar en allar höfum við starfað hjá fjölskyldufyrirtækinu, Grindin ehf, sem hefur frá árinu 1979 byggt fjölda húsnæða og innréttað. 

Við framleiðslu á okkar vörum nýtum við meðal annars aðgengi og kunnáttu á tækjakosti trésmíðaverkstæðisins sem og það efni sem fellur til.

VIGT er starfrækt í húsnæði sem á árum áður hýsti Hafnarvigt Grindavíkur og þaðan er nafnið dregið.

Hulda | Arna | Hrefna | Guðfinna

 

VIGT is a company formed by a mother and three daughters. We have combined our education and experiences to produce various household items. Our common interest is derived from our experience in the interior furnishings and construction industry. We have all worked for the family company, Grindin, which has built a number of houses and furnished them since 1979. 

Our products are handcrafted by us or other craftmens in the neighbourhood.


Hulda|Arna|Hrefna|Guðfinna