Um okkur
VIGT er samstarf okkar, móður og þriggja dætra, sem hefur framleitt vörur helgaðar heimilinu síðan 2013. Áherslan er einfaldleiki, gæði og réttsýni.
Höfuðstöðvar okkar, vinnustofa og verslun, eru í gamla Hafnarvigtarhúsinu í Grindavík. Húsið hefur sérstaka merkingu fyrir okkur, en afi/tengdapabbi byggði húsið á sínum tíma. Þar keyrðu fiskitrukkar um áður fyrr og létu vigta farminn.
Í versluninni fæst öll vörulína VIGT auk ýmissa vara sem okkur finnst fara vel með okkar áherslu og vörulínu.
Áhuginn fyrir sköpun og fallegum hlutum hefur sennilega alltaf verið til staðar hjá okkur öllum. Við höfum lifað og hrærst í heimi innréttinga og mannvirkjagerðar hjá fjölskyldufyrirtækinu Grindin sem hefur verið starfrækt síðan 1979.
Megnið af okkar vörum framleiðum við á verkstæðinu okkar í Grindavík. Við vöndum vel valið á framleiðendum til samstarfs, hvort sem er á Íslandi eða erlendis. Markmið okkar er að vinna með fólki sem framleiðir vörur á mannúðlegan hátt og í eins mikilli sátt við umhverfið eins og kostur er.
Innblásturinn sækjum við aðallega í hvor aðra og uppruna okkar og bakgrunn, við.
Tímalaus vörulína er okkar leiðarljós.
Vonum að þið njótið.
Hulda | Arna | Hrefna | Guðfinna
Árin 2024 og 2025 hlaut VIGT styrk frá Uppbyggingasjóði Suðurnesja til frekari þróunar vörumerkisins.
//
Founded in 2013 in Grindavík, Iceland, VIGT is a family-run design brand led by a mother and her three daughters. With roots in a long-standing tradition of craftsmanship, VIGT creates furniture and objects that are both soulful and sculptural - designed to elevate everyday spaces with intention and quiet beauty.
From concept to creation, every piece is thoughtfully developed and locally made, blending honest materials with refined simplicity. Deeply committed to local production and responsible processes, VIGT stands for authenticity, craftmanship, and lasting design.
Hulda | Arna | Hrefna | Guðfinna