Kerti
1
2
3
4
VIGT er vörumerki sem framleiðir húsgögn og fylgihluti. Við veitum viðskiptavinum okkar einstaka upplifun með staðbundinni framleiðslu, hefð og handverki.
VIGT var stofnað árið 2013 og er í eigu fjögurra kvenna — móður og þriggja dætra — sem allar starfa hjá fyrirtækinu. Framleiðslan er upprunin á fjölskyldu verkstæði okkar í Grindavík. Þar tökum við þátt í öllu ferlinu, frá hugmynd og hönnun til framleiðslu og dreifingar.
Öll hönnun frá VIGT er ígrunduð og nútímaleg og veitir innblástur inn í líf og heimili fólks.
Allavega, síðan 1982.
Fyrir mörgum árum síðan smíðaði afi bekki fyrir gömlu Grindavíkurkirkju. Á bekkjunum hvíldu líkkistur á meðan á útför stóð. Haustið 1982 var gamla kirkjan afhelguð við messu og afi tók annan bekkinn með sér heim. Bekkurinn hefur gengt allavega hlutverkum síðan. Nú hefur bekkurinn fengið arftaka, hann var innblásturinn við gerð húsgagnanna.