Hyggelyset
36 cm hátt kerti sem fæst í nokkrum litum. 100% umhverfisvænt sterín úr pálmaolíu.
Handsteypt.
Brennslutími er um 35 tímar.
Árið 1950 stofnaði Jens Andreas Dahl Hansen kertaverksmiðjuna HYGGELYS í Kaupmannahöfn og varð leiðandi í framleiðslu á kertum fyrir kirkjur víða í Danmörku. Hann hannaði fallegt og minimalískt kerti sem var fært um að standa sjálft á borði og gólfi. Kertið hefur síðan verið þekkt sem ALTERLYSET. Fjórða kynslóð sér nú um framleiðslu og dreifingu á kertunum í Evrópu.
Nú tæplega 70 árum síðar er komin nýjung frá fjölskyldunni, HYGGELYSET. Sama hönnun á kertunum nema þau eru lituð.
Hyggelyset eru handsteypt kerti sem framleidd eru úr 100% steríni sem unnið er úr umhvefisvænni pálmaolíu, viðurkenndri af RSPO, og bíflugnavaxi. Hið rétta hitastig við gerð kertanna skapar munstrið sem í þeim er svo hvert og eitt kerti fær sitt eigið útlit. Bómullarþráðurinn tryggir að kertin brenni hægt og jafnt.
Kertin eru umhverfis og ofnæmisvæn.
Athugið:
-
stytta skal þráð niður í 1 cm áður en kveikt er á kerti
-
forðist að hafa kerti í dragsúgi
-
látið kerti aldrei loga án eftirlits
-
hreyfið aldrei kerti með fljótandi vaxi
-
staðsetjið kerti þar sem börn og dýr ná ekki til
-
ekki brenna kerti lengra niður en að efri brún á fæti
-
mælt er með að nota kertaslökkvara þegar slökkt er á kerti