VIGT X EPAL

 

Frá Grindavík til Laugavegar, 

VIGT í heimsókn hjá EPAL Gallerí.

 

VIGT ferðast nú frá uppruna sínum í Grindavík til Laugavegar, þar sem gestum er boðið inn í kyrrlátan heim VIGT.

VIGT er vörumerki sem framleiðir húsgögn og fylgihluti og veitir viðskiptavinum sínum einstaka upplifun með staðbundinni framleiðslu, hefð og handverki.

VIGT var stofnað árið 2012 og er í eigu fjögurra kvenna — móður og þriggja dætra — sem allar starfa hjá fyrirtækinu. Framleiðslan er upprunin á fjölskyldu verkstæði þeirra í Grindavík. Þar tekur VIGT þátt í öllu ferlinu, frá hugmynd og hönnun til framleiðslu og dreifingar.

Öll hönnun frá VIGT er ígrunduð og nútímaleg og veitir innblástur inn í líf og heimili fólks.

Epal var stofnað árið 1975. Sagan hófst þegar Eyjólfur Pálsson, stofnandi Epal, kom heim frá Kaupmannahöfn að loknu námi í húsgagnahönnun. Fljótlega gerði hann sér ljóst að sitthvað vantaði á Íslandi svo leysa mætti verkefni sem honum voru falin á hönnunarsviðinu á þann hátt sem hann helst vildi. Þessi skortur varð kveikjan að stofnun Epal.

Frá upphafi hefur markmið Epal verið að auka skilning og virðingu Íslendinga á góðri hönnun og gæðavörum. Það hefur verið gert með því að kynna góða hönnun og bjóða viðskiptavinum Epal þekktar hönnunarvörur frá Norðurlöndunum og víðar.

Epal hefur alla tíð stutt íslenska hönnuði og lagt sig fram um að hjálpa þeim við að koma verkum sínum á framfæri og í framleiðslu auk þess sem starfsemi Epal hefur aukið skilning og áhuga Íslendinga á hönnun.

VIGT mun búa í EPAL Gallerí frá 4.desember til 31.desember og á þeim tíma mun hluti af vörulínu VIGT fást í versluninni. EPAL Gallerí er staðsett á neðri hæð verslunarinnar á Laugavegi 7.

Vörur sem munu fást í EPAL á Laugavegi á meðan á heimsókninni stendur: 
Jólatréshlíf, dökk og ljós | Bakkar hringlaga | Bakkar sporöskjulaga S1, S2, S3 | Snagar | Hillur Snúningsbakkar 60cm og 70cm| Alterlyset 25cm, 30cm, 36cm, 41cm | 
Hyggelyset Herb | Hyggelyset Bronze | Bréfþurrkur | Viðarbakkar | Bókastandur | Curra | Alabast


//

 

VIGT visiting Epal Gallery, from Grindavík to Laugavegur.

VIGT is an Icelandic brand focusing on furniture and home accessories, rooted in local craftsmanship  created in our workshop in Grindavík. Our pieces now travel to Laugavegur, inviting guests into the quiet, tranquil world of VIGT.

Founded in 2012 in Grindavík, Iceland, VIGT is a family-run brand led by a mother and her three daughters. With roots in a long-standing tradition of craftsmanship, VIGT creates furniture and objects that are both soulful and sculptural - designed to elevate everyday spaces with intention and quiet beauty.

From concept to creation, every piece is thoughtfully developed and locally made, blending honest materials with refined simplicity. Deeply committed to local production and responsible processes, VIGT stands for authenticity, craftmanship, and lasting design.

Epal was founded in 1975. The story began when Eyjólfur Pálsson, the founder of Epal, returned to Iceland from Copenhagen after completing his studies in furniture design. He soon realized that certain things were lacking in Iceland to approach the design projects he was given in the way he believed was best. This shortage became the spark that led to the founding of Epal.

From the beginning, Epal’s mission has been to increase Icelanders’ understanding and appreciation of good design and quality products. This has been achieved by introducing excellent design and offering Epal’s customers renowned design pieces from the Nordic countries and beyond.

Epal has always supported Icelandic designers and worked to help them bring their work to the public and into production. The company’s activities have also contributed to greater understanding and interest in design among Icelanders.

VIGT will reside in EPAL Gallery from December 4th to December 31st, and during this time a selection of VIGT pieces will be available in the store. EPAL Gallery is located downstairs in the EPAL store on Laugavegur 7.