VIGT hús


Frá upphafi hefur VIGT starfað í gamla hafnarvigtarhúsinu í Grindavík. Nýlegar endurbætur á húsinu hafa skapað blandað rými. Vinnustofur, verslun og setustofa skapa saman umhverfi sem veitir innblástur og hlýju. Handverksbrugghúsið 22.10 hefur tekið til starfa í húsinu og býður gestum upp á að njóta góðra veiga í setustofunni. Rýmið er síbreytilegt og hlökkum við til að taka á móti ykkur í heimsókn.