ÍGRUNDUÐ HÖNNUN

Sögur & Greinar
ÍGRUNDUÐ HÖNNUN

Grein á mbl.is | Birt 27.11.2024

 

„Vigt er ís­lenskt vörumerki sem hef­ur fram­leitt hús­gögn og fylgi­hluti síðan árið 2013. Við leggj­um áherslu á staðbundna fram­leiðslu, að vör­urn­ar okk­ar séu hannaðar og fram­leidd­ar á Íslandi, helst á verk­stæðinu hjá okk­ur,“ seg­ir Guðfinna Magnús­dótt­ir, einn eig­enda Vigt en Vigt er fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki sem Guðfinna rek­ur ásamt systr­um sín­um Örnu og Hrefnu, og móður þeirra systra, Huldu Hall­dórs­dótt­ur.

„Upp­run­inn er fjöl­skyldu­verk­stæðið okk­ar í Grinda­vík þar sem var­an verður til frá hug­mynd og hönn­un til fram­leiðslu og dreif­ing­ar. Mark­mið okk­ar er að fram­leiða tíma­laus­ar vör­ur með ein­fald­leika og gæði í fyr­ir­rúmi. Við vilj­um að viðskipta­vin­ir okk­ar upp­lifi það sem vörumerkið stend­ur fyr­ir, þessa staðbundnu fram­leiðslu, hefðina og hand­verkið sem ligg­ur að baki vör­un­um. Það er mark­mið hjá okk­ur að vör­urn­ar haldi sessi sem og að bæta jafnt og þétt við vöru­úr­valið. Öll hönn­un frá Vigt er ígrunduð, nú­tíma­leg og veit­ir inn­blást­ur inn í líf og heim­ili fólks.“

Vigt er íslenskt vörumerki sem hefur framleitt húsgögn og fylgihluti …

Ástríða fyr­ir sköp­un

Það má sann­ar­lega segja að sköp­un sé í blóðinu hjá þeim systr­um og Guðfinna seg­ir að senni­leg­ast sé það blanda af sköp­un, verkviti og elju sem drífi þær áfram. For­eldr­ar systr­anna stofnuðu tré­smíðaverk­stæðið Grind­in ásamt afa þeirra og frænda og þar hálfpart­inn ólust syst­urn­ar upp.

Markmið eigenda VIgt er að framleiða tímalausar vörur með einfaldleika …

„Við höf­um lengi hrærst í þess­um heimi, heimi inn­rétt­inga og mann­virkja. Við ól­umst upp við að fara sunnu­dagsrúnt til að skoða bygg­ing­ar­svæði, krana og mót. Þetta lá því kannski bein­ast við. Við höfðum all­ar áhuga á hönn­un og fal­leg­um hlut­um og vor­um all­ar bún­ar að mennta okk­ur í þá átt. Það var nú eig­in­lega þessi upp­runi og ræt­ur sem verða til þess að við stofn­um Vigt. Á fyrstu árum Grind­ar­inn­ar um 1979 var tré­smíðaverk­stæðið staðsett í bíl­skúrn­um á heim­ili feðganna að Vík­ur­braut 40 í Grinda­vík. Vík­ur­braut 40 er eitt af þeim hús­um sem eru altjónuð núna í Grinda­vík. Með stækk­andi rekstri og meiri tækja­búnaði fluttu þeir verk­stæðið að Hafn­ar­götu þar sem verk­stæðið stend­ur enn.“

Öll hönnun frá Vigt er ígrunduð, nútímaleg og veitir innblástur …

„Við hlið verk­stæðis­ins stóð gamla hafn­ar­vi­gt­ar­húsið. Þar hafði verið ýmis starf­semi áður en að við tók­um það hús í notk­un. Þegar við fór­um af stað með vörumerkið voru vanga­velt­ur um hvað við ætt­um að láta vörumerkið heita. Úr varð VIGT, þar voru höfuðstöðvar okk­ar og hafa verið síðan. Við byggðum svo rýmið hægt og ró­lega upp. Því miður höf­um við ekki getað tekið á móti viðskipta­vin­um núna í rúmt ár sök­um ham­far­anna. Við tók­um síðast á móti fólki klukk­an 16:30 þann 10.nóv­em­ber en búum vel að því að hafa verið með starf­andi vef­versl­un frá upp­hafi.“

Borðstofuborðin frá Vigt hafa verið vinsæl en þau hafa verið …

Fram­leiðslan í Grinda­vík

Ætt systr­anna í Grinda­vík er hægt að rekja aft­ur til 18. ald­ar og Guðfinna seg­ir að hjartað sé sann­ar­lega þar. „Verk­stæðið er ennþá í Grinda­vík og við erum búin að vinna þar á milli at­b­urða þetta ár sem liðið er frá ham­förun­um. Allskon­ar áskor­an­ir á meðan, yf­ir­vof­andi eld­gos, raf­magns­leysi og mis­mun­andi sam­göngu­leiðir. Við fram­leiðum í Grinda­vík og þjón­ust­um í gegn­um vef­versl­un­ina en erum að skoða alls kyns lausn­ir fyr­ir fram­haldið hvað varðar sölustaði. Við erum með pop-up viðburði á dag­skrá utan Grinda­vík­ur og svo kannski fljót­lega get­um við gert eitt­hvað í Grinda­vík, tekið móti fólki aft­ur,“ seg­ir Guðfinna vongóð en hún seg­ir að sem bet­ur fer hafi þau getað komið lag­ern­um á sín­um tíma frá Grinda­vík þegar bú­ist var við gosi í bæn­um. „Lag­er­inn er nú kom­inn aft­ur á Hafn­ar­göt­una og nú í haust vor­um við í stakk bún­ar til að opna vef­versl­un­ina okk­ar aft­ur, vigt.is.“

Systurnar og móðir þeirra hafa allar áhuga á sköpun enda …

Inn­blástur­inn frá afa

Megnið af vör­um Vigt eru fram­leidd­ar á verk­stæðinu en í ein­hverj­um til­fell­um þurfa þær að leita til annarra fram­leiðenda, svo sem til steinsmiða og járn­smiða. „Vör­urn­ar okk­ar eru bæði stór­ar og smá­ar og sam­an­standa af hús­gögn­um og fylgi­hlut­um. Borðstofu­borðin okk­ar hafa til að mynda verið vin­sæl en við höf­um fram­leitt þau síðan árið 2016. Þau koma í þrem­ur stærðum og eru hring­laga með snún­ings­disk á miðjunni. Disk­ur­inn er laus þannig að það er hægt að hafa hann á eða taka hann af eft­ir þörf­um, enda er hann líka vin­sæll einn og sér til að setja á önn­ur borð eða á eld­hús­eyj­ur. Yf­ir­borð borðanna er lin­o­le­um sem er fram­leitt úr 98% nátt­úru­leg­um efn­um, efni sem end­ur­nýj­ast og það er nóg til af því í ver­öld­inni. Af fylgi­hlut­um má nefna hill­ur, spegla, bakka, snaga og margt fleira,“ seg­ir Guðfinna og bæt­ir við að það sé skemmti­leg saga af upp­runa Alla­vega vöru­lín­unn­ar sem á sér langa sögu, alla­vega frá ár­inu 1982.

Vörulínan Allavega er innblásin af gömlum bekkjum sem afi systranna …

„Þetta eru bekk­ir, stand­ar og ganga­borð sem eru inn­blás­in af göml­um bekkj­um sem afi smíðaði fyr­ir gömlu Grinda­vík­ur­kirkju. Þetta voru bekk­ir sem voru notaðir í út­för­um und­ir lík­kist­ur. Þegar kirkj­an var af­helguð árið 1982 tók afi bekk­ina og þeir hafa ein­hvern veg­inn þvælst með okk­ur síðan þá. Eft­ir mörg ár á þvæl­ingi varð bekk­ur­inn inn­blástur­inn við gerð þess­ar­ar hús­gagnalínu. Við höf­um líka leikið okk­ur aðeins með þessa línu og fyr­ir Hönn­un­ar­mars árið 2021 fram­leidd­um við vöru­lín­una úr blágrýti í sam­vinnu við Stein­komp­aní og Granítsmiðjuna. Það var mjög skemmti­legt að sjá vöru­lín­una úr ís­lensk­um efnivið en þá var bæði fram­leiðslan staðbund­in og efniviður­inn.“

 

Viðtalið í heild hér:

https://www.mbl.is/frettir/kynning/2024/11/27/igrundud_honnun/