
Brandt
Ilmolíulampi
Ilmolíulampi í einföldu og fallegu formi.
Brennarinn (ilmolíuskálin) er úr brenndu brassi og mun oxiderast með tímanum. Engin húð hefur verið borin á brassið svo við mælum með að verja vöruna gegn matvælum með mikilli sýru sem og sterkum hreingerningarefnum.
Hvernig nota skal olíulampann:
Setjið sprittkerti í hólfið undir skálinni. Fyllið 1/3 af skálinni með vatni og bætið við 2-4 dropum af ilmkjarnaolíu. Kveikið á kertinu og bíðið þar til ilmurinn fyllir rýmið.
Munið að fylla á vatnið áður en það gufar upp, á meðan kertið er tendrað. Einnig er hægt að bæta við fleiri dropum af olíu.
Aðeins er mælt með því að nota olíulampann í mesta lagi 3 sinnum á dag í 30-40 mínútur í senn. Leyfið lampanum að kólna eftir notkun áður en skálin er þrifin með rökum klút.
Öryggisupplýsingar:
• Setjið lampann á hitaþolinn stað með sléttu undirlagi.
• Haldið lampanum frá öðrum innanhússmunum, til dæmis gardínum.
• Haldið lampanum frá börnum og dýrum.
• Aldrei skilja tendrað kerti eftir óséð.
• Gætið að því að vatnið gufu ekki upp á meðan lampinn er í notkun. Fyllið á vatnið á meðan það er enn vatn í skálinni. Slökkvið á kertinu og leyfið skálinni að kólna áður en þið notið lampann aftur.
• Ekki snerta olíulampann á meðan hann er í notkun og ekki stuttu eftir að slökkt hefur verið á honum þar sem málmurinn verður heitur.
Sprittkerti og olía er ekki innifalið.
Efni:
Brennt brass.
Mál:
– Þvermál: 7cm
– Hæð: 8,2cm
– Þyngd: 1,8kg
Frekari upplýsingar:
– Smá litamunur getur verið milli mynda á skjánum og í raunveruleikanum.
– Þrífið með rökum klút.