Innblástur: Guðfinna


"Munir sem hafa tilfinningalegt gildi, munir sem mér þykir vænt um, hafa sögu og kalla fram minningar skipta mig miklu máli"
Ilmurinn sem ég vil helst alltaf hafa kveikt á er Okkar 1. Fyrir utan það að vera róandi og kalla fram einstaka stemmingu þykir mér svo vænt um ilmlínuna sem við mæðgur skemmtum okkur svo konunglega við að búa til.
Ég set My Girl með Otis Redding oft á fóninn. 
Í boxunum geymi ég hluti sem mér þykir vænt um, teikningar og listaverk sem Hulda (og Hrafn) skapa og hluti og myndir sem vekja upp minningar.
Ég endurnýti kertaglösin frá VIGT meðal annars með því að setja salt frá Saltverk í þau. Poppkorn er uppáhalds snarlið okkar. Við notum ólívuolíu þegar að við poppum í poppvélinni sem við erum með í ¨láni¨ frá mömmu og stráum svo smá sjávarsalti yfir. Ólívuolían er líka góð til þess að bera á viðarkantinn á borðstofuborðinu og á viðarlokin sem eru á kertaglösunum. Ólívuolían nærir viðinn, kemur í veg fyrir að hann þorni.
Að finna fyrir ró heima er mikilvægast af öllu.